Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. febrúar 2021 22:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorsteinn lengi vitað af Amöndu - „Mun örugglega ræða við hana"
Amanda í unglingalandsleik með Íslandi.
Amanda í unglingalandsleik með Íslandi.
Mynd: Getty Images
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, var gestur í nýjasta þætti Heimavallarins.

Þar fór hann um víðan völl um það sem kemur að landsliðinu.

Sjá einnig:
Steini Halldórs ætlar í svipaðar pælingar og hjá Breiðabliki

Hann var spurður út í Amöndu Andradóttur. Hún er dóttir Andra Sigþórssonar og gekk hún í raðir Vålerenga í Noregi undir lok síðasta árs.

Amanda er sautján ára og heitir fullu nafni Amanda Jacobsen Andradóttir. Hún á að baki tólf unlingalandsleiki í íslenska búningnum en hún getur valið milli Íslands og Noregs þar sem móðir hennar er norsk.

Þorsteinn segist ekki vera búinn að heyra í Amöndu en hún sé leikmaður sem hann hafi fylgst með í gegnum tíðina.

„Ég hef ekkert heyrt í henni. Ég hef fylgst með henni og ég fylgdist með henni þegar hún var að spila hérna heima. Ég á eina stjúpdóttur sem er í fótbolta og hún var í sama liði og hún," sagði Þorsteinn.

„Hún var mjög góð. Ég er búinn að skoða leiki með henni núna og ég mun örugglega ræða við hana. Ég þarf að meta hvort hún sé tilbúin að spila eða ekki. Ég efast ekki um að hún verði nægilega góð ef hún heldur áfram að þróast, það er bara spurning á hvaða tímapunkti hún komi til með að spila með okkur vonandi."

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Heimavöllurinn: Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari er mættur á Heimavöllinn
Athugasemdir
banner
banner
banner