Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. febrúar 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Haaland með glæsilegt mark í sigri á erkifjendunum
Haaland skoraði tvö í leiknum.
Haaland skoraði tvö í leiknum.
Mynd: Getty Images
Schalke 04 0 - 4 Borussia D.
0-1 Jadon Sancho ('42 )
0-2 Erling Haaland ('45 )
0-3 Raphael Guerreiro ('60 )
0-4 Erling Haaland ('79 )

Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland heldur áfram að raða inn mörkunum fyrir Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Hann skoraði tvisvar þegar Dortmund vann býsna þægilegan sigur á botnliðinu og erkifjendum sínum í Schalke á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni.

Jadon Sancho braut ísinn fyrir Dortmund á 42. mínútu og Haaland kom Dortmund í 2-0 fyrir leikhlé með glæsilegu marki. Hann fékk boltann inn í teiginn frá Sancho og klippti hann í netið. Markið má sjá hérna.

Portúgalinn Raphael Guerreiro kom Dortmund í 0-3 eftir klukkutíma og Haaland bætti svo við öðru marki sínu áður en flautað var til leiksloka.

Haaland er núna búinn að skora 43 mörk í 43 leikjum fyrir Dortmund frá því hann kom til félagsins fyrir rúmu ári síðan. Dortmund er í sjötta sæti deildarinnar með 36 stig en Schalke er á botninum með níu stig. Útlitið ekki gott fyrir Schalke.

Önnur úrslit í dag:
Þýskaland: Bayern tapaði í Frankfurt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner