mið 20. mars 2019 13:16
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Albert: Gott að kúpla sig úr strögglinu hjá AZ
Icelandair
Albert á landsliðsæfingu í dag.
Albert á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn Albert Guðmundsson hefur ekki fengið margar mínútur með AZ Alkmaar á yfirstandandi tímabili.

Albert er í íslenska landsliðshópnum sem býr sig undir leiki gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni EM.

„Ég hef ekki spilað eins mikið og ég hafði búist við. Ég þarf að koma mér aftur inn í liðið. Það mun taka tíma og ég er að reyna að aðlagast umhverfinu og stundum tekur það lengri tíma en maður vonar og ætlar," sagði Albert í viðtali við RÚV.

Albert vonast til að tíminn með landsliðinu geri sér gott og hann geti tekið eitthvað jákvætt með til Hollands eftir landsleikjagluggann.

„Það er alltaf gott og heiður að komast í landsliðið og það gefur manni kannski nýtt augnablik til að endurræsa sig. Auðvitað er einbeitingin á góð úrslit með landsliðinu en ef maður hugsar dýpra þá er þetta kannski líka gott fyrir mann sjálfan. Aðeins fyrir hausinn, að kúpla sig út úr strögglinu hjá AZ að sitja á bekknum," segir Albert.

Sjá einnig:
Gummi Ben: Albert lenti í holu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner