Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. mars 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Alexander-Arnold dregur sig úr landsliðshópnum
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn ungi Trent Alexander-Arnold er búinn að draga sig úr enska landsliðshópnum vegna bakmeiðsla. Hann heldur heim til Liverpool og mun vinna hörðum höndum næstu vikur til að reyna að koma til baka sem fyrst, enda gífurlega mikilvægur fyrir Liverpool á lokakafla tímabilsins.

Kieran Trippier mun vafalítið byrja sem hægri bakvörður í leikjum enska landsliðsins í landsleikjahlénu en ólíklegt er að Aaron Wan-Bissaka verði kallaður upp í A-liðið. Hann á leik með U21 liðinu á morgun.

Wan-Bissaka er 21 árs og hefur átt magnað tímabil í liði Crystal Palace. Hann á fjóra landsleiki að baki fyrir U21 og U20 lið Englands og einn fyrir U20 lið Kongó.

Nú er Southgate með 22 manna hóp fyrir leikina og áhugavert verður að fylgjast með hvort hann kalli einhvern upp til að fylla í skarðið. Kyle Walker er nú þegar í hópnum.

England tekur á móti Tékklandi á föstudaginn og heimsækir svo Svartfjallaland á mánudaginn í undankeppni EM.
Athugasemdir
banner
banner