Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 20. mars 2019 07:00
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
Alfreð: Mjög þreytt en skiljanleg umræða
Icelandair
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason, sóknarmaður íslenska landsliðsins, gat æft að fullum krafti í gær og er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Andorra sem verður á föstudaginn. Leikurinn verður á gervigrasi.

„Við ætlum ekki að láta neitt utanaðkomandi trufla okkur. Við höfum allir spilað þúsund sinnum á gervigrasi þegar við vorum yngri," sagði Alfreð við Fótbolta.net

„Auðvitað eru skrokkarnir komnir með nokkra kílómetra á tankinn síðan þá en við munum finna leið til að láta það nýtast okkur."

Eigum að vinna Andorra
Það er orðið ansi langt síðan Ísland vann landsleik en Alfreð segir að liðið vilji kæfa þá umræðu.

„Að sjálfsögðu. Þessi umræða er orðin mjög þreytt, fyrir okkur líka. En þetta er staðreynd og skiljanlegt að verið sé að tala um þetta. En það er nýtt ár og ný keppni. Það gæti ekki verið betri tímapunktur til að snúa þessu við."

Hvernig leikur verður þetta gegn Andorra?

„Þetta verður leikur þar sem við verðum meira með boltann, ég held að það sé nokkuð ljóst. Við erum kannski ekki alltaf vanir því. Það erfiðasta í fótbolta er að stjórna leikjum. Orðið þolinmæðisvinna verður mikið notað því það er alltaf erfitt að spila gegn liðum sem vilja hafa ellefu menn fyrir aftan bolta."

Þetta er þó þegar allt kemur til alls leikur sem við eigum að vinna?

„Ekki spurning, við förum ekki í felur með það. Við ætlum að vinna hann og gerum þá kröfu á okkur sjálfa. Það hljómar ekkert eins og nein pressa, við ætlum okkur langt og þá þarf að vinna leiki eins og þennan á föstudag, segir Alfreð en viðtalið má sjá í heild hér að neðan.
Alfreð: Innkoma Viðars tengist mér ekkert
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner