mið 20. mars 2019 12:15
Ívan Guðjón Baldursson
Casillas framlengir við Porto
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn Iker Casillas er búinn að framlengja samning sinn við portúgölsku meistarana í Porto til 2021. Hann mun eiga fertugsafmæli mánuði fyrir samningslok.

Casillas verður 38 ára í maí en ætlar sér ekki að hætta í atvinnumennsku á næstunni. Hann segist vilja klára ferilinn hjá Porto.

Casillas gerði garðinn frægan sem aðalmarkvörður Real Madrid í meira en áratug og skipti yfir til Porto sumarið 2015. Hjá Porto er hann búinn að spila 149 keppnisleiki og um leið orðinn sigursælasti leikmaður í sögu Meistaradeildarinnar, ásamt Cristiano Ronaldo.

„Pinto da Costa (forseti Porto) hefur farið svo vel með mig frá komu minni hingað að ég hef aldrei viljað fara aftur. Ég mun líklega enda ferilinn hjá Porto," sagði Casillas við Movistar+.
Athugasemdir
banner
banner
banner