mið 20. mars 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Doucoure hafnaði kallinu frá Malí - Trúir enn á franska drauminn
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Abdoulaye Doucoure hafnaði á dögunum landsliðskalli frá Malí.

Doucoure er 26 ára gamall og hefur verið meðal mikilvægustu leikmanna Watford undanfarin tímabil.

Hann er ættaður frá Malí og því gjaldgengur með landsliðinu en hann vill frekar spila fyrir Frakkland. Hann á 35 leiki að baki fyrir yngri landsliðin og því skiljanlega vongóður um að fá tækifæri.

Watford er annað félag Doucoure á ferlinum en hann ólst upp hjá Rennes og vakti athygli á sér þar.

Hann hefur verið orðaður við félagaskipti frá Watford og skoðuðu Frakklandsmeistarar PSG að kaupa hann fyrir 50 milljónir evra í janúar. Doucoure sagði stjórnendum Watford að hann vildi fara til að spila í Meistaradeildinni og auka möguleika sína á landsliðssæti en ekkert varð úr skiptunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner