mið 20. mars 2019 12:45
Ívan Guðjón Baldursson
Evra: Ég er ekki hómófóbískur
Mynd: Getty Images
Patrice Evra gerði allt brjálað með myndbandi þar sem hann gerði grín að stórstjörnunum í Paris Saint-Germain fyrir að tapa gegn vængbrotnu liði Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hann er gagnrýndur fyrir að hafa kallað leikmenn PSG fagga.

Evra á afar farsælan feril að baki og er elskaður meðal stuðningsmanna Man Utd. Þá var hann reglulegur byrjunarliðsmaður hjá franska landsliðinu og var fyrirliði liðsins á HM 2010.

Hann þvertekur fyrir það að hafa eitthvað gegn samkynhneigðum og ásakar franska fjölmiðla um að snúa út úr orðanotkun hans.

„Þeir láta þetta líta út eins og ég hafi eitthvað gegn samkynhneigðum. Ég er ekki hómófóbískur. Ég elska þennan leik. Ég elska alla þannig ef ég móðga einhvern þá biðst ég afsökunar á því. Það var ekki ætlunin að móðga neinn. Ég skil jafnrétti, allir ættu að búa við sama frelsi í lífinu sama hvað þeir vilja gera," sagði Evra og tók upp á myndband.

„Móðir mín kenndi mér að dæma ekki neinn, bara Guð getur dæmt mig. Við þurfum að gera heiminn að betri stað svo vinsamlegast hættið með þessa neikvæðni því þið munuð aldrei ná að slökkva á mér."

Evra hélt áfram að tala og hraunaði yfir fjölmiðla fyrir lygarnar og neikvæðnina sem kemur út úr þeim. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner