Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mið 20. mars 2019 11:34
Elvar Geir Magnússon
Peralada, Katalóníu
Freysi: Þarf ekki að hlífa neinum við gervigrasinu
Icelandair
Freyr á landsliðsæfingu í Peralada á Spáni í vikunni.
Freyr á landsliðsæfingu í Peralada á Spáni í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Viðar var inni í myndinni hjá okkur áður en við tilkynntum hópinn fyrir rúmri viku. Á þeim tíma var hann að skipta um lið og við ákváðum að bíða með þetta," sagði Freyr Alexandersson aðstoðar landsliðsþjálfari við fréttamenn í æfingabúðunum í Katalóníu í gær en Ísland mætir Andorra í undankeppni EM 2020 á föstudag og Frökkum í París á mánudaginn.

„Í ljósi þess að Björn Bergmann er búinn að vera að kljást við meiðsli ákváðum við eftir æfingu í gær að kalla hann inn. Svo kom í ljós að Björn Bergmann verður ekki leikfær í leikina og fer heim seinnipartinn í dag. Þá er gott að Viðar sé kominn og geti æft á æfingunni í dag og á morgun," bætti Freyr við.

Hann bætti svo við að allir leikmenn væru klárir í leikinn þó sumir hafi verið að kljást við meiðsli í kálfa og væru í stöðugri meðferð sjúkraþjálfara. Þar átti hann við Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson.

„Þeir eru að æfa og við erum vongóðir um að allir geti tekið þátt í leiknum á föstudaginn. Það er dagamunur á þeim og eins og staðan er í dag ættu allir að vera klárir á föstudaginn. Það eru samt tvær æfingar eftir. Þrír leikmenn eru í öðruvísi prógrammi en allt liðið."

Fyrri leikurinn í Andorra á föstudaginn fer fram á gervigrasvelli sem er þjóðarleikvangur smáríkisins.

„Það er enginn sem þarf að hlífa við gervigrasinu," sagði Freyr. „Það er augljóst mál að það mun taka toll fyrir leikmennina og þetta snýst frekar um Frakkaleikinn og hversu fljótir þeir verða að ná endurheimt."

Ísland hefur ekki enn unnið leik eftir að Erik Hamren tók við liðinu með Frey sér til aðstoðar og allir leikirnir í Þjóðadeildinni ´í haust töpuðust.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég búinn að ýta hinu í burtu. Ég veit alveg af því en þetta er ný keppni og menn eru hungraðir að fara að vinna leiki og þetta er stutt keppni og við verðum að láta þetta falla með okkur. Menn eru hungraðir að fara út á völlinn, spila fyrir Ísland og ná í sigur," sagði Freyr.
Athugasemdir
banner
banner