mið 20. mars 2019 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Geðhjálp gagnrýnir KSÍ - „Knattspyrna - Leikur án fordóma?"
Þórarinn Ingi Valdimarsson í leik með Stjörnunni
Þórarinn Ingi Valdimarsson í leik með Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landssamtökin Geðhjálp fordæmir vinnubrögð KSÍ á Facebook-síðu sinni í kvöld en þar er vísað í rauða spjaldið sem Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, fékk í 3-3 jafnteflinu gegn Leikni R. í Lengjubikarnum.

Þórarinn Ingi fékk að líta beint rautt spjald gegn Leikni fyrir ummæli sín í garð Ingólfs Sigurðssonar, leikmanns Leiknis.

Ingólfur hefur verið að glíma við geðræn vandamál frá því hann var unglingur en það lýsir sér í þunglyndi og kvíða meðal annars og hefur hann verið einn helsti talsmaður landsins í þeim efnum til að fræða íþróttafólk og fá það til að opna sig um veikindi sín.

Atvikið í leik Leiknis og Stjörnunnar hefur verið mikil til umræðu en Þórarinn Ingi bað Ingólf afsökunar eftir leik og birti þá afsökunarbeiðni á Twitter en auk þess fór málið inn á borð til aganefndar KSÍ sem ákvað að bregðast ekki við og verður honum ekki refsað neitt frekar. Það hefur vakið hörð viðbrögð á samskiptamiðlum.

Landssamtök Geðhjálpar birta áhugaverðan pistil á Facebook-síðu sinni í kvöld en þar eru vinnubrögð KSÍ fordæmd.

„Geðhjálp veltir því fyrir sér hvers virði kjörorð KSÍ „Knattspyrna - leikur án fordóma“ sé þegar aganefnd sambandsins sér ekki ástæðu til að beita vægustu viðurlögum við fordómafullum ummælum gagnvart fólki með geðrænan vanda," segir á síðunni.

„Aganefndin ákvað að Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, fengi aðeins hefðbundið eins leikja bann vegna rauðs spjalds fyrir fordómafull ummæli í garð Ingólfs Sigurðssonar, leikmanns Leiknis, þó 16. grein reglugerðar um aga- og úrskurðarmál veiti nefndinni býsna víðtækar heimildir til frekari viðurlaga."

„Meðal annars er sagt þar að „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner