Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. mars 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola fimmti besti þjálfari sögunnar - Mourinho þrettándi
Mynd: Getty Images
Franski miðillinn France Football ákvað að taka saman lista yfir 50 bestu knattspyrnustjóra sögunnar og raða þeim eftir árangri, hæfileika, áhrifum, langlífi í starfi og arfleifð.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er á fimmta sæti listans og er Sir Alex Ferguson goðsagnakenndur stjóri Manchester United í öðru sæti.

Rinus Michels trónir á toppi listans enda er hann einn helsti brautryðjandi þjálfaraheimsins frá upphafi en hann stýrði Ajax, Barcelona og hollenska landsliðinu á sínum tíma.

Guardiola er einn af lærisveinum hans rétt eins og Johan Cruyff sem er í fjórða sæti listans, fyrir neðan ítölsku goðsögnina Arrigo Sacchi.

Carlo Ancelotti er í áttunda sæti, Jose Mourinho í þrettánda og Louis van Gaal í því átjánda.

Þar á eftir koma menn á borð við Fabio Capello, Zinedine Zidane, Jupp Heynckes og Jürgen Klopp.

1. Rinus Michels (Holland)
2. Sir Alex Ferguson (Skotland)
3. Arrigo Sacchi (Ítalía)
4. Johan Cruyff (Holland)
5. Pep Guardiola (Spánn)
6. Valeriy Lobanovski (Úkraína)
7. Helenio Herrera (Argentína)
8. Carlo Ancelotti (Ítalía)
9. Ernst Happel (Austurríki)
10. Bill Shankly (Skotland)
11. Matt Busby (Skotland)
12. Giovanni Trapattoni (Ítalía)
13. Jose Mourinho (Portúgal)
14. Miguel Munoz (Spánn)
15. Brian Clough (England)
16. Marcelo Lippi (Ítalía)
17. Nereo Rocco (Ítalía)
18. Louis van Gaal (Holland)
19. Ottmar Hitzfeld (Þýskaland)
20. Bela Guttmann (Ungverjaland)
21. Fabio Capello (Ítalía)
22. Zinedine Zidane (Frakkland)
23. Viktor Maslov (Rússland)
24. Herbert Chapman (England)
25. Jupp Heynckes (Þýskaland)
26. Bob Paisley (England)
27. Jurgen Klopp (Þýskaland)
28. Albert Batteux (Frakkland)
29. Guus Hiddink (Holland)
30. Udo Lattek (Þýskaland)
31. Diego Simeone (Argentína)
32. Arsene Wenger (Frakkland)
33. Vicente del Bosque (Spánn)
34. Jock Stein (Skotland)
35. Tele Santana (Brasilía)
36. Vic Buckingham (England)
37. Rafa Benitez (Spánn)
38. Hennes Weisweiler (Þýskaland)
39. Sir Bobby Robson (England)
40. Dettmar Cramer (Þýskaland)
41. Mircea Lucescu (Rúmenía)
42. Tomislav Ivic (Króatía)
43. Stefan Kovacs (Rúmenía)
44. Luis Aragones (Spánn)
45. Frank Rijkaard (Holland)
46. Otto Rehhagel (Þýskaland)
47. Raymond Goethals (Belgía)
48. Marcelo Bielsa (Argentína)
49. Antonio Conte (Ítalía)
50. Jean-Claude Suaudeau (Frakkland)
Athugasemdir
banner
banner