Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. mars 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola leggst á bæn fyrir landsleikjahléið
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City segist biðja fyrir því að leikmenn hans komi til baka ómeiddir úr landsleikjahlénu sem hófst á mánudaginn.

Englandsmeistararnir eru enn að keppa um þrjá titla eftir að hafa tryggt sér enska deildabikarinn eftir vítaspyrnukeppni gegn Chelsea í lok febrúar.

City er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum eftir Liverpool en með leik til góða. Þá er liðið komið í undaúrslit enska bikarsins og 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Ég bið og bið um að strákarnir komi aftur ómeiddir. Þeir verða að spila með landsliðum sínum og ég vona að þeir njóti þess, en ég bið til guðs að þeir komi aftur til baka heilir eins og þeir eru núna," sagði Guardiola við vefsíðu Man City.

Sergio Agüero, David Silva og Aymeric Laporte eru meðal þeirra sem voru ekki kallaðir upp til að gegna landsliðsskyldu. Þeir fá því að hvíla sig í eina viku og getur það komið sér einstaklega vel í apríl þegar City gæti þurft að spila allt að 8 leiki.

„Við þurfum að hafa alla heila í apríl, bæði líkamlega og andlega. Við eigum fáránlega mikið af leikjum framundan og þurfum eflaust að nota hvern einasta leikmann í hópnum.

„Ég er stoltur af þessum hóp, trúið mér. Það er bara einn og hálfur mánuður eftir af tímabilinu og þessi hópur getur ennþá unnið allar keppnir. Það er mér heiður að þjálfa þennan hóp."

Athugasemdir
banner
banner
banner