Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. mars 2019 11:18
Elvar Geir Magnússon
Gylfi: Aron Einar er ekki gerður fyrir heitu löndin
Icelandair
Gylfi og Aron í leik á HM síðasta sumar.
Gylfi og Aron í leik á HM síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfa Þór Sigurðssyni lýst vel á félagaskipti félaga síns Arons Einars Gunnarssonar. Aron Einar er að ganga í raðir Al-Arabi í Katar eftir langa veru í enska boltanum.

„Þetta er fínt fyrir hann. Við höfum oft rætt þetta. Hann er búinn að vera í Championship-deildinni í mörg ár og það tekur á. Hann finnur alveg fyrir því," segir Gylfi.

„Það eru spennandi tímar framundan hjá honum og vonandi líður honum vel í sólinni. Hann er ekki gerður fyrir heitu löndin en þeir æfa seint á daginn svo þetta sleppur örugglega hjá honum!"

Sjá einnig:
Alfreð telur að skipti Arons séu góðar fréttir fyrir landsliðið
Aron Einar um skiptin til Al-Arabi: Vildi vinna aftur með Heimi

Gylfi ekki með miklar áhyggjur: Getið dæmt okkur af þessum leikjum
Athugasemdir
banner
banner
banner