mið 20. mars 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Insigne gæti verið klár gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Napoli hefur trú á því að Lorenzo Insigne verði orðinn heill heilsu í tæka tíð fyrir stórleikinn gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Insigne meiddist í útileik gegn RB Salzburg í 16-liða úrslitum síðasta fimmtudag og ætti að vera frá í 3-5 vikur vegna meiðslanna.

Leikurinn mikilvægi gegn Arsenal fer fram 11. apríl, nákvæmlega fjórum vikum eftir meiðslin.

Næsti leikur Napoli eftir landsleikjahlé er gegn Roma 31. mars og gæti Insigne komið inn af bekknum þar sem hann hefur verið að jafna sig óvenju hratt. Hann er ekki í landsliðshóp Ítala í landsleikjahlénu vegna meiðslanna.

Insigne er fyrirliði Napoli og hefur verið meðal besta leikmanna liðsins síðustu ár. Hann er 27 ára gamall og hefur skorað 76 mörk í 297 leikjum fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner