banner
   mið 20. mars 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Íþróttasálfræðingur enska landsliðsins að segja upp
Mynd: Getty Images
Dr. Pippa Grange, íþróttasálfræðingur enska landsliðsins, er að semja um að segja upp starfi sínu.

Grange hefur fengið mikið lof fyrir starf sitt með landsliðinu og er hún í uppáhaldi meðal leikmanna sem hafa nokkrir hrósað áhrifum hennar í viðtölum.

Grange er ekki búin að segja upp en Time greinir frá því að hún sé í starfslokaviðræðum vegna ráðningar Les Reed, sem tekur við af Dan Ashworth og er nýr yfirmaður Grange.

Grange er 48 ára gömul og hefur starfað með landsliðinu síðan í janúar í fyrra.

Þá er búið að ráða nýjan íþróttasálfræðing í landsliðið, Dr. Ian Mitchell.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner