banner
   mið 20. mars 2019 17:55
Ívan Guðjón Baldursson
KSÍ svarar: Aganefnd er sjálfstætt starfandi
Mynd: Raggi Óla
Mikið hefur verið rætt um mál Þórarins Inga Valdimarssonar sem fékk rautt spjald í leik Stjörnunnar og Leiknis R. í Lengjubikarnum um helgina.

Þórarinn lét frá sér móðgandi ummæli um geðsjúkdóm andstæðings sins og var ekki settur í lengra bann eftir fund aga- og úrskurðarnefndar.

Þetta hefur vakið hörð viðbrögð meðal almennings og gaf Leiknir R. frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem spjótunum var beint að Knattspyrnusambandi Íslands.

KSÍ hefur svarað fyrir sig með lýsingu á hlutverki, skipulagi og verklagi aga- og úrskurðarnefndar.

„Af gefnu tilefni vill KSÍ koma því á framfæri að aga- og úrskurðarnefnd er sjálfstætt úrskurðarvald knattspyrnuhreyfingarinnar og starfar óháð stjórn KSÍ, öðrum nefndum, skrifstofu KSÍ, eða öðrum aðilum og einingum innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Hlutverki, skipulagi og verklagi aga- og úrskurðarnefndar er lýst í lögum KSÍ, reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál og starfsreglum nefndarinnar. Þá er agareglum í deildarbikar lýst í sérstakri reglugerð um þá keppni."

Lög KSÍ

Reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál

Starfsreglur aga- og úrskurðarnefndar

Reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni karla
Athugasemdir
banner
banner