Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 20. mars 2019 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lið tímabilsins: Gylfi á stjörnum prýddri miðju
Mynd: Getty Images
Power Ranking kerfi Sky Sports nýtir tölfræði leikmanna til að skera úr um hverjir standa sig best. Reglulega er listi birtur yfir þá sem standa sig best en í landsleikjahlénu var ákveðið að búa til einskonar draumalið, eða lið tímabilsins, þar sem allir þeir sem hafa staðið sig best eru settir saman í lið.

Liverpool á fjóra leikmenn í liðinu en Englandsmeistarar Manchester City eru með tvo og spútnik lið Wolves einnig. Chelsea, Manchester United og Everton eiga einnig fulltrúa í liðinu og það eru engin verðlaun fyrir að giska á hver fulltrúi Everton er.

Það er auðvitað enginn annar en Gylfi Þór Sigurðsson sem er stillt upp á stjörnum prýddri miðju draumaliðsins ásamt Paul Pogba, Eden Hazard, Raheem Sterling og Mohamed Salah.

Gylfi er fastamaður í byrjunarliði Everton og er kominn með 12 mörk og 3 stoðsendingar á tímabilinu.

Lið tímabilsins:
Alisson (Liverpool)
Matt Doherty (Wolves)
Willy Boly (Wolves)
Virgil van Dijk (Liverpool)
Andy Robertson (Liverpool)
Gylfi Þór Sigurðsson (Everton)
Paul Pogba (Man Utd)
Raheem Sterling (Man City)
Eden Hazard (Chelsea)
Mohamed Salah (Liverpool)
Sergio Agüero (Man City)
Gylfi ekki með miklar áhyggjur: Getið dæmt okkur af þessum leikjum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner