Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. mars 2019 18:00
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Andorra
Icelandair
Frá landsliðsæfingu í dag.
Frá landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren heldur áfram að setja traust á okkar leikmenn úr gullkynslóðinni og má búast við góðum skammti af reynslu í byrjunarliðinu gegn Andorra á föstudag, þegar undankeppni EM fer af stað.

Hér má sjá líklegt byrjunarlið Íslands í leiknum. Fróðlegt verður að sjá hver mun taka vinstri kantinn en Ari Freyr Skúlason hefur verið nefndur í þeirri umræðu.

Arnór Sigurðsson gerir einnig tilkall til byrjunarliðssætis en hann gæti líka verið í því hlutverki að eiga að koma inn af bekknum og sprengja hlutina upp ef Íslandi gengur erfiðlega að brjóta heimamenn á bak aftur.

Vangaveltur eru uppi um að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði verði hvíldur í leiknum, sem fram fer á gervigrasi eins og oft hefur komið fram. Fótbolti.net giskar þó á að hann muni byrja leikinn. Ef ekki er Rúnar Már Sigurjónsson líklegur til að koma inn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner