Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 20. mars 2019 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lukaku sendur heim vegna meiðsla
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku hefur verið sendur heim úr æfingabúðum belgíska landsliðsins sem býr sig undir leiki gegn Rússlandi og Kýpur í undankeppni fyrir EM á næsta ári.

Lukaku meiddist á fæti í sigri Manchester United gegn PSG í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og versnuðu meiðslin í 2-0 tapi gegn Arsenal fjórum dögum síðar.

Hann missti svo af tapi gegn Wolves í bikarnum en hélt þó til Belgíu til að undirbúa sig fyrir landsleikina. Eftir að hafa verið skoðaður af liðslæknunum í Belgíu var ákveðið að senda sóknarmanninn heim.

Sem betur fer fyrir stuðningsmenn Rauðu djöflanna eru meiðslin ekki alvarleg og ætti Lukaku að vera klár í slaginn strax eftir landsleikjahlé þegar Man Utd keppir við Watford í úrvalsdeildinni.

Lukaku var í góðu stuði fyrir meiðslin og skoraði tvennur gegn Crystal Palace, Southampton og PSG. Hann er kominn með 15 mörk fyrir Man Utd á tímabilinu, 9 þeirra komu eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við í desember.

Þá er Nemanja Matic einnig meiddur og mun ekki keppa fyrstu leiki Serba í undankeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner