Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. mars 2019 13:45
Arnar Daði Arnarsson
Lykilmenn fá frí í leikjunum gegn S-Kóreu
Sara Björk í leik með Wolfsburg.
Sara Björk í leik með Wolfsburg.
Mynd: Mirko Kappes
Agla María gaf ekki kost á sér í þetta verkefni.
Agla María gaf ekki kost á sér í þetta verkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson þjálfari kvennalandsliðsins valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir tvo æfingaleiki gegn Suður-Kóreu.

Töluverðar breytingar eru á landsliðshópnum frá Algarve-mótinu fyrr í mánuðinum. Sandra María Jessen, Elísa Viðarsdóttir, Fanndís Friðiksdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir og Lára Kristín Pedersen koma inn fyrir þær Sif Atladóttir, Agla María Albertsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir.

„Sara Björk fær frí í þessu verkefni. Hún er á þeim tímapunkti á tímabilinu að það eru krefjandi verkefni og mikið af leikjum hjá henni hjá Wolfsburg. Þær eru að spila í Meistaradeildinni, í deildarkeppninni og eru enn í bikarkeppninni þannig það er nóg af leikjum hjá henni. Ég taldi það best bæði fyrir hana og okkur að hún fengi frí í þessum leikjum. Ég vonast til að það nýtist okkur í haust," sagði Jón Þór.

Sif Atladóttir meiddist á ökkla í leik á Algarve mótinu og engin áhætta verður tekin með hana í þessu verkefni. Jón Þór segir að Sif hafi ekki verið valin að þessu sinni með þá hugsun að hún myndi ná sér á fullu af meiðslunum.

Dagný Brynjarsdóttir er að koma ferli sínum aftur á stað eftir barnsburð en hún var einnig með landsliðinu á Algarve mótinu.

„Hún er komin til Portland núna. Okkur fannst mikilvægast fyrir okkur að hún kæmi sér á stað og nái að einbeita sér á fullu í Bandaríkjunum. Það eru mikilvægar vikur og mánuðir framundan hjá Dagnýju og við vildum ekki vera að trufla það hjá henni," sagði Jón Þór sem vonast til að það nýtist henni og landsliðinu þegar undankeppnin hefst.

„Agla María átti ekki kost á því að koma með okkur í þetta verkefni. Hún er í námi og það eru lokapróf hjá henni á þessum tíma. Hún þarf eins og aðrir í þessu liði að huga að öðru en fótbolta í þessu lífi og við virðum það," sagði Jón Þór og bætti við að hann vonaðist auðvitað til að Ísland myndi eignast fleiri atvinnumenn á komandi árum svo svona lagað myndi ekki trufla landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner