mið 20. mars 2019 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Matt Taylor leggur skóna á hilluna
Taylor spilaði næstum því 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Í heildina lék hann 739 keppnisleiki á Englandi.
Taylor spilaði næstum því 400 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Í heildina lék hann 739 keppnisleiki á Englandi.
Mynd: Getty Images
Matt Taylor hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir 20 ára feril í enska boltanum.

Taylor er miðjumaður Swindon Town um þessar mundir og stýrir einnig liðinu tímabundið.

Taylor er 37 ára gamall og hóf ferilinn með Luton í neðri deildum enska boltans. Hann skipti snemma yfir til Portsmouth og varð lykilmaður fyrir liðið í úrvalsdeildinni.

Taylor spilaði einnig fyrir Bolton og West Ham en síðast lék hann fyrir Burnley í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15.

Taylor er helst þekktur fyrir að skora ótrúleg mörk og því látum við eitt slíkt fylgja hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner