Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 20. mars 2019 20:17
Brynjar Ingi Erluson
Morata um áhuga Man City á Saul: Kemur ekki á óvart
Alvaro Morata í leik með Atlético Madrid
Alvaro Morata í leik með Atlético Madrid
Mynd: Getty Images
Alvaro Morata, framherji Atlético Madrid á Spáni, er ekki í losti yfir þeim fregnum að enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hafi áhuga á því að kaupa Saul frá Madrídarliðinu.

Morata gekk til liðs við Atlético á láni frá Chelsea í janúarglugganum og hefur gert þrjú mörk í sex leikjum í spænsku deildinni.

Hann leikur þar með spænska miðjumanninum Saul en sá hefur verið einn besti miðjumaður deildarinnar síðustu ár og er nú útlit fyrir að hann sé á leið til Manchester City á Englandi.

Samkvæmt fréttum dagsins þá mun Saul ganga til liðs við City í sumar en það kemur Morata ekki á óvart.

„Svona virkar markaðurinn. Bestu leikmennirnir eru alltaf orðaðir við stærstu félögin," sagði Morata.

„Saul er einn sá besti í heiminum í þeirri stöðu sem hann spilar og hann er enn ungur. Vonandi verður hann áfram en það er ljóst að öll félög myndu elska að fá hann," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner