Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. mars 2019 19:25
Brynjar Ingi Erluson
Pogba: Draumur allra að spila fyrir Zidane og Real Madrid
Paul Pogba og Anthony Martial fagna saman
Paul Pogba og Anthony Martial fagna saman
Mynd: Getty Images
Ummæli franska miðjumannsins Paul Pogba um Real Madrid vöktu mikla athygli í dag en hann er þessa stundina ásamt franska landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir undankeppni Evrópumótsins.

Pogba er ásamt franska hópnum sem undirbýr sig fyrir leikina gegn Moldavíu og svo Íslandi en honum hefur gengið vel með Manchester United seinni hluta tímabils. Hann dásamaði Real Madrid við franska fjölmiðla í dag og ræddi þá einnig frönsku goðsögnina Zinedine Zidane.

„Real Madrid er eitt stærsta félag heims og ég hef alltaf sagt það að það er draumur allra að spila fyrir félagið," sagði Pogba um Real Madrid.

„Zinedine Zidane er líka kominn aftur til félagsins og það vilja allir leikmenn hafa hann sem lærimeistara."

Hann vildi þó endilega koma því á framfæri að hann er sáttur hjá Manchester United og ánægður með Ole Gunnar Solskjær sem hefur breytt gengi liðsins frá því Jose Mourinho var látinn taka poka sinn.

„Í augnablikinu er ég ánægður hjá Manchester United en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Pogba í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner