Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. mars 2019 23:23
Brynjar Ingi Erluson
Sancho besti ungi leikmaður heims
Jadon Sancho er einn eftirsóttasti leikmaður heims
Jadon Sancho er einn eftirsóttasti leikmaður heims
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Jadon Sancho er besti ungi leikmaður heims en það er Nxgn og Goal.com sem velja þetta á hverju ári.

Sancho yfirgaf Manchester City árið 2017 og ákvað að leita á vit ævintýrannna með því að semja við Borussia Dortmund í Þýskalandi en á stuttum tíma hefur honum tekist að ná ótrúlegum árangri.

Hann er nú þegar einn besti leikmaður þýsku deildarinnar og var þá valinn í enska landsliðshópinn á dögunum. Stærstu lið Evrópu eru á eftir honum og ljóst að framtíðin er björt hjá Sancho.

Hann hlaut verðlaunin besti ungi leikmaður ársins í dag en hann hafði betur gegn leikmönnum á borð við Callum Hudson-Odoi, Vinicius Junior og Phil Foden.

Justin Kluivert, sem leikur með Roma vann verðlaunin á síðasta ári og þá hefur Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, einnig unnið þau.



Athugasemdir
banner
banner
banner