Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 20. mars 2019 17:46
Ívan Guðjón Baldursson
U17 byrjar milliriðilinn á sigri
Mynd: KSÍ
Ísland U17 2 - 1 Slóvenía U17
1-0 Davíð Snær Jóhannsson ('8)
2-0 Jón Gísli Eyland Gíslason ('35)
2-1 Panic ('83)

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum fæddum 2002 og síðar lagði Slóveníu að velli í fyrsta leik milliriðils fyrir EM.

Davíð Snær Jóhannsson, sem kom við sögu í tíu Pepsi-deildarleikjum með Keflavík síðasta sumar, kom Íslandi yfir snemma leiks.

Jón Gísli Eyland Gíslason, sem var fastamaður í byrjunarliði Tindastóls í fyrra áður en hann var fenginn yfir til ÍA, tvöfaldaði forystuna fyrir leikhlé.

Panic minnkaði muninn fyrir Slóvena undir lokin en Strákarnir okkar héldu rónni og kláruðu dæmið. Niðurstaðan 2-1 sigur.

Næsti leikur er gegn heimamönnum í Þýskalandi og síðasti leikurinn er gegn Hvíta-Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner