Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 20. apríl 2019 21:57
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Deulofeu: Sjöunda sætið er markmiðið
Gerard Deulofeu.
Gerard Deulofeu.
Mynd: Getty Images
Gerard Deulofeu var besti maður leiksins þegar Watford heimsótti botnlið Huddersfield í dag, Deulofeu skoraði tvö mörk í 1-2 sigri.

Deulofeu sem átti stóran þátt í því að Watford er komið í úrslit ensku bikarkeppninnar segir að markmið Watford sé að enda tímabilið í 7. sæti deildarinnar.

„Það allra mikilvægasta er að við náðum í stigin þrjú í dag, við verðum að halda áfram á þessari braut. Það er erfið vika framundan hjá okkur, fyrst mætum við Southampton og svo er það Wolves."

„Við vitum að úrslitaleikur bikarsins verður mjög erfiður gegn Manchester City en við erum búnir að vera spila vel undanfarna mánuði og stefnum á að ná 7. sætinu í deildinni," sagði Deulofeu að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner