Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 20. apríl 2019 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ronaldo fyrstur til að vinna þrjár stærstu deildir Evrópu
Cristano Ronaldo.
Cristano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristano Ronaldo varð í dag sá fyrsti til að vinna deildarkeppni í þremur stærstu deildum Evrópu, þetta var ljóst eftir að Juventus tryggði sér ítalska meistaratitilinn í dag.

Ronaldo varð enskur meistari með Manchester United þrisvar sinnum, árið 2009 fór hann til Real Madrid þar sem hann varð spænskur meistari tvisvar sinnum og eins og flestir vita fór hann til Juventus á síðasta ári og varð eins og fyrr segir ítalskur meistari í dag.

Ronaldo var ekki í neinum vandræðum með að svara fréttamanni sem spurði hann hvort hann ætlaði sér að vera áfram hjá Juventus.

„Mun ég vera hjá Juventus á næsta tímabili? Það eru 1000% líkur á því," var svar Ronaldo við spurningu fréttamannsins.




Athugasemdir
banner
banner
banner