mán 20. apríl 2020 15:51
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Birkir Már keppir fyrir hönd Íslands í FIFA
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson úr Val mun taka þátt fyrir hönd Íslands í FIFA eNations StayAndPlay bikarnum.

Um er að ræða keppni í FIFA tölvuleiknum vinsæla en auk Birkis mun Róbert Daði Sigurþórsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í eFótbolta, keppa fyrir Ísland.

Birkir hefur leikið 92 landsleiki fyrir Ísland í fótbolta en tekur nú upp fjarstýringuna.

Ísland er í riðli með Skotlandi, Norður Írlandi og Wales. Sigurvegari riðilsins fer áfram í átta liða úrslit, sem fara fram föstudaginn 24. apríl, þar sem hann mætir sigurvegarar A riðils. Í honum eru Spánn, Ítalía, Malta og Portúgal.

Hvert lið sendir til leiks eFótboltaleikmann og leikmann landsliðs þjóðarinnar.

Undanúrslitin og úrslitin fara svo fram laugardaginn 24. apríl.

Leikir Íslands

Þriðjudagurinn 21. apríl

Ísland - Norður Írland kl. 15:00 - Róbert Daði Sigurþórsson

Ísland - Norður Írland kl. 15:40 - Birkir Már Sævarsson

Ísland - Wales kl. 16:20 - Róbert Daði Sigurþórsson

Ísland - Wales kl. 17:00 - Birkir Már Sævarsson

Miðvikudagurinn 22. apríl

Ísland - Skotland kl. 15:00 - Róbert Daði Sigurþórsson

Ísland - Skotland kl. 15:40 - Birkir Már Sævarsson
Athugasemdir
banner
banner