Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. apríl 2020 14:40
Elvar Geir Magnússon
Fundur UEFA á morgun um hvernig klára eigi tímabilið
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun halda fjarfund á morgun með öllum 55 aðildarlöndum sínum þar sem rætt verður um áætlanir um að klára fótboltatímabilið.

Keppni í öllum deildum, nema í Hvíta-Rússlandi, var frestað. Í nokkrum löndum, þar á meðal í Þýskalandi og Danmörku, er bjartsýni á að boltinn geti byrjað að rúlla aftur í næsta mánuði.

England og fleiri lönd eiga lengra í land.

UEFA vonast til þess að hægt sé að klára Meistara- og Evrópudeildina með hefðbundnum tveggja leikja einvígum. Það er þó líklegt að grípa þurfi til þess að einvígin verði aðeins einn leikur.

BBC segir að UEFA sé tilbúið að hlusta á þau lönd sem vilja að keppni í þeirra löndum sé hætt og verði ekki kláruð.
Athugasemdir
banner
banner