Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. apríl 2020 16:03
Elvar Geir Magnússon
Grindavík fékk milljón úr leik á Facebook
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur. Liðið leikur í 1. deild karla eftir að hafa fallið úr Pepsi Max-deildinni í fyrra.
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur. Liðið leikur í 1. deild karla eftir að hafa fallið úr Pepsi Max-deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mörg íslensk íþróttafélög hafa fengið styrki frá stuðningsmönnum sínum gegnum Facebook leik sem flaug hátt um liðna helgi.

Leikurinn snýst um að stuðningsmenn koma með færslur þar sem þeir heita ákveðnum upphæðum fyrir ummæli og "læk". Peningurinn er svo lagður inn á þeirra íþróttafélag.

Grindvíkingar opinbera það að til félagsins hafi komið um milljón króna inn í deildirnar.

„Knattspyrnudeildin vill þakka fyrir frábær viðbrögð við þessum styrktarleik á Facebook sem fór fram um helgina og er að einhverju leiti enn í gangi," segja Grindvíkingar.

„Það er rétt sem kom fram í textanum í leiknum, „margt smátt gerir eitt stórt“ því þegar þetta er skrifað hafið þið náð að safna samtals um milljón krónum fyrir deildirnar sem er algerlega stórkostlegt og þakkarvert."

„Stjórn knattspyrnudeildar hefur ákveðið að láta allan þann pening sem safnaðist í þessum leik renna til unglingaráðs knattspyrnudeildarinnar sem heldur utan um barna- og unglingastarfið hjá okkur að frátöldu einu framlagi sem var skilyrt.
Við þökkum enn og aftur fyrir okkur og hvetjum fólk til að fara varlega og hlýða Víði. Áfram Grindavík."

Kæru Grindvíkingar nær og fjær.

Knattspyrnudeildin vill þakka fyrir frábær viðbrögð við þessum styrktarleik á Facebook...

Posted by Knattspyrnudeild Grindavíkur UMFG on Mánudagur, 20. apríl 2020

Athugasemdir
banner
banner
banner