Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 20. apríl 2020 12:22
Elvar Geir Magnússon
Hefðbundnar æfingar í Færeyjum aftur af stað
Úr leik HB og Skála í Færeyjum.
Úr leik HB og Skála í Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Betri deildin, færeyska úrvalsdeildin, fer af stað þann 9. maí. Frá og með deginum í dag eru æfingar liða aftur leyfðar með hefðbundnum hætti.

Fyrstu umferðir mótsins verða leiknar án áhorfenda.

Færeyingum hefur gengið vel í baráttunni við kórónaveiruna og hefur enginn látið lífið vegna veirunnar á eyjunum. Aðeins eitt smit hefur komið upp þar síðustu ellefu daga.

Klaksvík er ríkjandi meistari í Færeyjum en liðið vann B36 í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner