Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 20. apríl 2020 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmótið átti að hefjast í vikunni - Misjafnt ástand valla
Frá Akranesvelli um helgina.  Völlurinn er mjög blautur eftir rigningatíð undanfarna daga en á honum átti að spila leik ÍA og KA í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar á fimmtudaginn.
Frá Akranesvelli um helgina. Völlurinn er mjög blautur eftir rigningatíð undanfarna daga en á honum átti að spila leik ÍA og KA í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar á fimmtudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
7 af 12 völlum í Pepsi Max-deidinni eru gervigrasvellir. Þeir eru almennt góðir allt árið en hér má sjá mynd sem var tekin um helgina á Dalvík.
7 af 12 völlum í Pepsi Max-deidinni eru gervigrasvellir. Þeir eru almennt góðir allt árið en hér má sjá mynd sem var tekin um helgina á Dalvík.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Íslandsmótið átti að hefjast á miðvikudaginn en leika átti heila umferð í Pepsi Max-deild karla á tveimur dögum. Ekkert verður þó úr því útaf heimsfaraldri Covid-19 veirunnar og ljóst að mótið hefst í fyrsta lagi um miðjan júní.

Fótbolti.net kíkti yfir helstu velli landsins og smellti af myndum sem má sjá hér neðar í fréttinni. Eini grasleikurinn í fyrstu umferð átti að fara fram á Akranesvelli á fimmtudaginn, ÍA - KA. Eftir erfiðan vetur er ljóst að völlurinn hefði ekki verið klár.

„Það hefði verið spilað á honum en hann hefði ekki verið klár enda varla græn slikja. Hann á langt eftir," sagði Halldór Brynjar Þráinsson vallarstjóri ÍA við Fótbolta.net í dag.

Halldór sagði að Skagamenn hafi ekki verið sáttir við að fá eina leikinn á grasi í fyrstu umferð en mótið átti að byrja viku fyrr en venja er.

Hann sagði að völlurinn verði þó fljótur að koma til um leið og það fer að hlýna.

„Það hefur verið miklu verri vetur og ekkert vor eins og síðustu tvö ár. Í hittifyrra hefði hann verið tilbúinn á þessum tíma," sagði Halldór sem ætlar að hafa völlinn kláran 4. maí þegar liðið má byrja að æfa að nýju í 4 manna hópum.
Athugasemdir
banner
banner