mán 20. apríl 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Langt í að spilað verði fyrir framan áhorfendur á Spáni?
Nou Camp, Nývangur, heimavöllur Barcelona.
Nou Camp, Nývangur, heimavöllur Barcelona.
Mynd: Getty Images
Dagblaðið La Vanguardia í Katalóníu segir að Barcelona hafi fengið þær upplýsingar að félagið þurfi að vera viðbúið því að mögulega verði ekki spilað aftur fyrir framan áhorfendur fyrr en á næsta ári.

Búið er að teikna upp nokkrar sviðsmyndir en í einni þeirra þyrfti að spila bak við luktar dyr þar til í febrúar 2021.

Samkvæmt bjartsýnni spá yrði byrjað að spila núverandi tímabil að nýju þann 15. júní og því lokið aðra vikuna í ágúst.

Yfir 20 þúsund manns hafa látist vegna Covid-19 á Spáni.

Ástandið hefur mikil áhrif á fjárhag spænskra félaga en leikmenn Barcelona samþykktu 70% launaskerðingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner