Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. apríl 2020 13:02
Elvar Geir Magnússon
Laporte opnar veskið og gerir góðverk
Aymeric Laporte.
Aymeric Laporte.
Mynd: Getty Images
Aymeric Laporte, varnarmaður Manchester City, hefur keypti Ólympíuklæðnað hnefaleikamannsins Alexis Vastine sem lést í þyrluslysi 2015.

Laporte keypti búninginn á uppboði til styrktar frönsku heilbrigðisstarfsfólki sem er að berjast gegn kórónaveirufaraldrinum.

Faðir Vastine hafði gefið búninginn á uppboðið en Laporte skilaði honum aftur til fjölskyldunnar eftir að hafa keypt hann.

Franskir fjölmiðlar segja að Laporte hafi keypt búninginn á 5 þúsund evrur, eða um 784 þúsund íslenskra króna.

Vastine vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og keppti einnig í London 2012 þar sem hann féll út í átta manna úrslitumþ

Hann var einn af tíu sem létust þegar tvær þyrlur skullu saman við tökur á frönskum raunveruleikaþætti í Argentínu í mars 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner