Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. apríl 2020 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn Arsenal samþykkja launalækkun
Leikmenn Arsenal taka á sig launalækkun
Leikmenn Arsenal taka á sig launalækkun
Mynd: Getty Images
Leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal hafa samþykkt að taka á sig 12,5 prósent launalækkun næstu mánuði en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Kórónaveiran er að hafa mikil áhrif á rekstur knattspyrnufélög um allan heim og hafa leikmenn og þjálfaralið Arsenal samþykkt að taka á sig launalækkun út þetta ár.

Ekki eru þó allir leikmenn sannfærðir og eru áframhaldandi viðræður í gangi en talið er að þrír leikmenn séu enn í viðræðum.

Mesut Özil er talinn vera einn af þeim leikmönnum en honum hefur verið ráðlagt að bíða með ákvörðun.

Greint var frá því síðasta mánudag að leikmenn félagsins hefðu hafnað því að taka á sig launalækkun en að Mikel Arteta, stjóri félagisns, hafi sannfært leikmenn um að gera það.

„Í viðræðunum þá hafa menn sýnt því skilning hvernig kórónaveiran hefur haft áhrif á stöðuna. Leikmenn og þjálfaralið félagsins vilja sýna félaginu stuðning og hafa samþykkt að taka á sig 12,5 prósent launalækkun sem tekur gildi í þessum mánuði," segir í tilkynningu frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner