Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maddison: Mér líður eins og ég sé heima hjá mér
James Maddison.
James Maddison.
Mynd: Getty Images
James Maddison, miðjumaður Leicester, kveðst vera mjög ánægður í herbúðum enska úrvalsdeildarfélagsins.

Hinn 23 ára gamli Maddison kom til Leicester frá Norwich árið 2018. Stjarna hans hefur skinið hátt á þessu tímabili og er Leicester í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Frammistaða Maddison hefur vakið athygli stærri félaga eins og Manchester United.

Maddison ræddi við heimasíðu Leicester og sagði þar: „Ef ég hugsa fjögur ár aftur í tímann þá var ég í láni hjá Aberdeen frá Norwich og núna er eég að spila í hverri einustu viku í ensku úrvalsdeildinni. Það var alltaf það sem mig langaði að gera."

„Það hefur mikið gerst á síðustu tveimur árum og ég hef elskað allt við það. Ég elska að vera hjá Leicester og mér líður eins og ég sé heima hjá mér."

„Ég elska strákana, ég elska stuðningsmennina og við erum með frábæran stjóra. Ég er mjög, mjög ánægður."

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, ræddi við Sky Sports í síðustu viku og talaði vel um Maddison. „Hann hefur mikla trú á sjálfum sér og hann er yndislegur strákur."

„Hann er strákur sem elskar fótbolta. Hann hugsar um leikinn, hann horfir á leikinn og hann elskar það. Hann vill bara bæta sig. Það er mjög gaman að vinna með honum og sjá hann bæta sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner