Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 20. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndi kaupa leikmanninn Zinedine Zidane í dag
Zidane var magnaður leikmaður.
Zidane var magnaður leikmaður.
Mynd: Getty Images
Gæti Zinedine Zidane enn gert góða hluti sem fótboltamaður. Landi hans, Josuha Guilavogui, fyrirliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni, telur það að minnsta kosti.

Guilavogui væri til í að leika með Zidane á miðsvæðinu þrátt fyrir að fyrrum franski landsliðsfyrirliðinn verði 48 ára gamall í júní.

„Ef ég fengi tækifæri til að kaupa Zidane í mitt lið, þá myndi ég gera það. Mér er alveg sama um það að hann sé næstum því fimmtugur," sagði Guilavogui á Instagram Live.

Zidane hætti að spila árið 2006 eftir dramatískan úrslitaleik á HM. Hann var rekinn af velli fyrir að skalla Marco Materazzi, varnarmann Ítalíu, í leik sem Frakkar töpuðu í vítaspyrnukeppni.

Guilavogui var með stjörnur í augunum þegar hann hitti Zidane fyrir leik Wolfsburg gegn Real Madrid í Meistaradeildinni árið 2016. Zidane er í dag stjóri Real þar sem hann hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnnum. „Það sem hann gerði fyrir Frakkland er bilað. Hann er besti leikmaður sem við höfum nokkurn tímann átt og hann er líka mjög vingjarnlegur náungi."

Zidane heldur sér nú enn í góðu formi eins og sjá má myndinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner