Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. apríl 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nasri fór til Dúbaí og hefur ekkert látið vita af sér
Nasri, sem er fyrrum leikmaður Manchester City, lét ekki vita af sér.
Nasri, sem er fyrrum leikmaður Manchester City, lét ekki vita af sér.
Mynd: Getty Images
Það stefnir í það að belgíska félagið Anderlecht reki Samir Nasri frá félaginu. Þannig er nú mál með vexti að ekkert hefur náðst í Nasri frá því að fótboltinn var stöðvaður í Belgíu vegna kórónuveirufaraldursins.

Nasri, sem er fyrrum leikmaður Arsenal, Manchester City og franska landsliðsins, flaug til Dúbaí og hefur ekki verið í neinu sambandi við vinnuveitendur sína að sögn belgíska fjölmiðilsins Derniere Huere

Leikmenn Anderlecht eiga að fylgja æfingaplani þótt liðið sé ekki að æfa saman, og Nasri hefur ekki gert það. Hann er sagður einn á báti hvað það varðar, það er að segja eini leikmaður Anderlecht sem hefur ekki fylgt plani.

Nasri, sem er 32 ára, kom til Anderlecht frá frjálsri sölu síðasta sumar eftir að Vincent Kompany, fyrrum liðsfélagi hans hjá Manchester City, var ráðinn stjóri liðsins. Nasri var án félags eftir að samningur hans hjá West Ham rann út.

Frakkinn hefur mikið verið að glíma við meiðsli og aðeins spilað átta leiki fyrir Anderlecht sem var í áttunda sæti belgísku úrvalsdeildarinnar þegar hún var stöðvuð vegna kórónuveirunnar. Belgar hafa velt því fyrir sér að aflýsa deildinni vegna faraldursins og verið er að skoða það alvarlega.

Sjá einnig:
Sér eftir að hafa samið við Nasri
Athugasemdir
banner
banner