Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 20. apríl 2020 10:45
Elvar Geir Magnússon
Sancho sagður hafa gert samkomulag við Man Utd
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Manchester United er sagt vera komið enn nær því að krækja í vængmanninn Jadon Sancho.

The Sun segir að Sancho hafi náð samkomulagi við Manchester United um kaup og kjör.

Þessi tvítugi leikmaður hefur verið frábær fyrir Borussia Dortmund en hann er með 15 mörk og 16 stoðsendingar á þessu tímabili.

Sancho var hjá Manchester City en yfirgaf félagið 17 ára.

Sagt er að hann sé búinn að semja um lengd samnings, laun, bónusgreiðslur og hátt riftunarákvæði við Manchester United. Viðræðurnar eiga að hafa átt sér stað í einhverja mánuði en nú sé loks komið samkomulag.

United þarf nú að ná samkomulagi við Dortmund um kaupverð á Sancho.

Sjá einnig:
Stuðningsmenn United spenntir eftir vatnssopa Sancho
Athugasemdir
banner
banner
banner