Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. apríl 2020 22:39
Brynjar Ingi Erluson
Sjö félög á móti því að klára tímabilið á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Sjö félög í Seríu A á Ítalíu eru mótfallin því að klára tímabilið en þetta kemur fram í Adnkronos í dag.

Stjórnendur ítölsku deildarinnar eru staðráðnir í því að klára tímabilið en ekkert hefur verið spilað frá því í byrjun mars.

Hátt í 25 þúsund manns hafa dáið vegna kórónaveirunnar á Ítalíu og þá eru smit að nálgast 200 þúsund.

Sjö félög eru gegn því að klára tímabilið en Bologna, Brescia, Parma, Sampdoria, Spal, Udinese og Torino vilja öll enda tímabilið núna.

Í frétt Adnkronos kemur einnig fram að Fiorentina gæti verið á meðal þeirra félaga en Fiorentina neitar því að hafa tekið afstöðu í málinu.

Stjórnendur deildarinnar funda um framhaldið á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner