Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 20. apríl 2020 11:30
Elvar Geir Magnússon
Son verður fyrir táragasi og þjálfaður í að nota byssur
Son hefur hafið heræfingar.
Son hefur hafið heræfingar.
Mynd: Twitter
Son Heung-min, leikmaður Tottenham, er staddur í heimalandi sínu Suður-Kóreu við heræfingar.

Hann fær þriggja vikna þjálfun á eyjunni Jeju en þar er sjóherinn með aðstöðu.

Son, sem er 27 ára, hefur lokið tveggja vikna sóttkví í Suður-Kóreu en samkvæmt lögum í landinu þurfa allir að hafa lokið við herskyldu fyrir 28 ára afmælisdag sinn.

Hann hefði þurft að sinna herskyldu í 21 mánuð en þeir leikmenn landsliðs Suður-Kóreu sem voru í hópnum sem vann Asíuleikana 2018 þurfa aðeins að klára þriggja vikna námskeið.

Son og Tottenham ákváðu að nota tækifærið og klára þetta þegar fótboltinn var stöðvaður vegna kórónaveirunnar. Reiknað er með því að Son snúi aftur til London í maí.

Á þessum þremur vikum sem Son verður við heræfingar þá mun hann verða fyrir táragasi, fara í langar ferðir gangandi og fá þjálfun í að skjóta úr byssum.
Athugasemdir
banner
banner
banner