Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 20. apríl 2020 20:31
Brynjar Ingi Erluson
Svíar hætta við kvennabikarinn - Stefnt á að klára karlamegin
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård spila ekki í sænska bikarnum
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård spila ekki í sænska bikarnum
Mynd: Glódís Perla Viggósdóttir
Arnór Ingvi og félagar í Malmö berjast um Evrópudeildarsæti
Arnór Ingvi og félagar í Malmö berjast um Evrópudeildarsæti
Mynd: Getty Images
Sænska knattspyrnusambandið birti í dag tilkynningu á vef sínum þar sem greint var frá því að ekki verður spilað í sænsku bikarkeppninni í kvennaflokki á þessu tímabili. Markmiðið er þó að spila bikarkeppnina hjá körlunum.

Karl-Erik Nillson, formaður sænska knattspyrnusambandsins, greindi frá þessu í viðtali á heimasíðu sambandsins en kórónaveiran hefur haft mikil áhrif í Svíþjóð.

Svíarnir hafa unnið að því að fækka smitum með því að nota hjarðónæmisaðferðina en sú aðferð hefur verið mikið gagnrýnd í landinu. Tala látinna er komin yfir 1500 og smit um 15000.

Svíar eru þó orðnir örlítið meðvitaðri um alvarleika veirunnar og hefur nú verið brugðist við því með því að slaufa bikarkeppninni hjá konunum á meðan það eru plön um að spila hjá körlunum.

Kvennabikarinn hófst í febrúar og er spilað í fjórum riðlum áður en úrslitakeppnin fer fram en nú hefur verið hætt við að spila.

„Við höfum fengið álit hjá samstarfaðilum og auðvitað aðildarfélögum og komist að þessari niðurstöðu. Þetta er auðvitað sorglegt að það verður ekki spilað í bikarnum hjá konunum en aðstæður eru þannig að þetta er mjög skynsöm ákvörðun," sagði Nilsson.

Peter Bronsman, formaður sænska kvennaliðsins Kopparbergs/Göteborg FC, er sammála niðurstöðunni.

„Þetta er mjög einfalt og ég hef sagt þetta allan tímann. Það er ekki vitað hvenær það verður hægt að spila og enginn veit hvenær það verður. Þó að það sé planað að spila í júní þá veit enginn hvað gerist framtíðinni. Maður á alls ekki að taka svona ákvarðanir áður en maður veit en í þessari stöðu þarf maður að vera varkár og við verðum að sætta okkur við að það verður ekki spilað í bikarnum. Maður þarf að vera rólegur í þessar aðstöðu og bíða," sagði Bornsman við Göteborg-Posten.

Í karlaflokki er þó lagt upp með að spila í bikarnum. Það eru ekki margir leikir eftir og aðeins átta lið eftir. Það spilar þá stóra rullu að liðið sem vinnur bikarinn fær sæti í Evrópudeildinni.

„Í bikarnum er Evrópudeildarsæti í boði og stjórnendur UEFA vilja reyna allt til að þetta gangi upp," var skrifað á heimasíðu sænska sambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner