Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. apríl 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Telur að Man Utd geti barist um stærstu titlana á næstu árum
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, telur að Rauðu djöflarnir geti barist um stærstu titla fótboltans á næstu árum.

Eftir sveiflukennda byrjun á tímabilinu hafði United bætt sig mikið vikurnar áður en tímabilinu var frestað vegna kórónaveirufaraldursins.

Maguire telur að United sé á réttri leið undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

„Við höfum orðið meira lið og við vitum hvert við stefnum og hvað við viljum," segir hinn 27 ára Maguire.

„Það er uppbygging í gangi og ég var meðvitaður um það þegar ég kom hingað. Það sést hvernig leikstíl hann vill spila og hvert við stefnum."

„Það eru enn ýmsir þættir sem við þurfum að bæta okkur í til að komast á toppinn þar sem við viljum vera. Við viljum ekki vera að berjast um að komast í Meistaradeildina, við viljum berjast um titla."

„Við vitum að það er enn ýmislegt sem við þurfum að vera betri i en þetta er að koma."
Athugasemdir
banner
banner
banner