Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. apríl 2020 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Þrír varnarmenn sem Klopp gæti reynt að fá í sumar
Dayot Upamecano er á listanum ásamt tveimur öðrum Frökkum
Dayot Upamecano er á listanum ásamt tveimur öðrum Frökkum
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool mun fylgjast náið með þremur varnarmönnum næstu mánuði en þetta kemur fram í Liverpool Echo í dag.

Virgil van Dijk og Joe Gomez eru byrjunarliðsmenn liðsins í miðri vörninni en Joel Matip er þriðji kostur eins og staðan er núna en hann hefur spilað vel með liðinu frá því hann kom á frjálsri sölu.

Dejan Lovren mun væntanlega yfirgefa Liverpool í sumar og ljóst að félagið þarf að fá inn annan varnarmann.

Josh Williams og David Hughes stjórna hlaðvarpsþættinum Analysing Anfield og þar fóru þeir yfir þá þrjá varnarmenn sem Liverpool mun fylgjast með í sumar.

Þeir eru allir franskir en Dayot Upamecano, varnarmaður Leipzig, er þar efstur á blaði. Hann hefur spilað frábærlega í Þýskalandi en baráttan um hann verður hörð. Arsenal og Manchester United hafa sýnt honum áhuga og lítur út fyrir að enska úrvalsdeildin verði næsti áfangastaður hans.

Þá er hinn 19 ára gamli Wesley Fofana einnig á listanum. Hann er fæddur í Frakklandi og spilar fyrir St. Etienne. Hann og William Saliba leika saman í vörninni en Saliba er á láni hjá franska liðinu frá Arsenal.

Jules Kounde er þriðji maðurinn. Hann er á mála hjá Sevilla og hefur staðið sig vel á Spáni. Hann er 21 árs gamall og kominn með dýrmæta reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur spilað 26 leiki, skorað 2 mörk og lagt upp eitt á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner