Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. apríl 2020 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Þýski boltinn aftur af stað þann 9. maí?
Mynd: Getty Images
Markus Soder, forsætisráðherra Bæjaralands, sagði í dag að þýska deildin gæti farið aftur af stað þann 9. maí.

Ekkert hefur verið spilað í Þýskalandi frá 13. mars vegna kórónaveirunnar en nú virðist styttast í að hægt verði að spila þar í landi.

Soder er viss um að ef allir fari eftir settum reglum og virði öryggisreglur þjóðarinnar þá gæti fótboltinn snúið aftur fyrr en búist var við.

Það má gera ráð fyrir því að fyrstu leikirnir fari fram fyrir luktum dyrum og jafnvel restin af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner