mán 20. apríl 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wilshere segir Declan Rice besta unga leikmanninn
Rice, Wilshere og Javier Hernandez (Chicharito) á æfingasvæðinu.
Rice, Wilshere og Javier Hernandez (Chicharito) á æfingasvæðinu.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Jack Wilshere segir að liðsfélagi sinn, miðjumaðurinn Declan Rice, sé besti ungi leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir.

Rice er 21 árs gamall varnarsinnaður miðjumaður sem skaust fram á sjónvarsviðið tímabilið 2017/18. Hann hefur á þessu tímabili spilað alla 29 deildarleiki West Ham.

Rice, sem á sjö A-landsleiki fyrir England, hefur verið orðaður við stærri félög eins og Manchester United, Manchester City og Chelsea.

Wilshere hefur mikla trú á kollega sínum og sagði á Instagram: Ég get nefnt marga góða unga leikmenn, en ég fæ að vinna með Dec á hverjum degi. Hann getur farið alla leið, hann er ótrúlegur. Ég elska þig Dec."

Wilshere var sjálfur einu sinni talinn mjög efnilegur, en meiðsli hafa svo sannarlega sett strik í reikninginn hjá honum.

Sjá einnig:
Wilshere: Vil fara að líða eins og fótboltamanni aftur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner