banner
   mán 20. maí 2019 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eins og maður sé Miðflokksmaður á Klausturbar"
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var í stuði eftir 3-2 sigur FH gegn Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

FH fer með sigrinum upp að hlið Breiðabliks í öðru og þriðja sæti deildarinnar.

Í viðtali við Vísi eftir leikinn vitnaði Óli bæði í Miðflokkinn og eina af sögum Astrid Lindgren.

„Það er þannig að þegar maður tapar einum leik. Þá er þessu lýst eins og maður sé Miðflokksmaður á Klausturbar í tómu veseni. Síðan þegar maður vinnur þá er maður kominn með lykillinn að Nangiala. Við ætlum bara að fagna þessu og vera alveg rólegir," sagði Óli Kristjáns við Vísi.

Þetta hljóta að vera ummæli umferðarinnar í Pepsi Max-deildinni.


Hér að neðan má sjá viðtal Óla við Fótbolta.net í kvöld.
Óli Kristjáns: Steven Lennon er frábær fótboltamaður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner