Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. maí 2019 15:21
Elvar Geir Magnússon
Inter búið að ná samkomulagi við Conte
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte hefur náð samkomulagi við Inter á Ítalíu um að taka við sem stjóri liðsins í sumar.

Þessi fyrrum stjóri Juventus hefur ekki starfað við þjálfun síðan hann hætti hjá Chelsea árið 2018.

Hann mun gera þriggja ára samning við Inter og taka við af Luciano Spalletti.

Fleiri stór félög í Evrópu höfðu verið orðuð við Conte en hann fær það vekefni að koma Inter aftur í baráttu um titla.

Inter er sem stendur í fjórða sæti ítölsku deildarinnar og mun tryggja sér Meistaradeildarsæti með því að vinna Empoli í lokaumferðinni næsta sunnudag.

Conte hefur unnið fjölmarga Ítalíumeistaratitla með Juventus, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann gerði Chelsea að Englandsmeisturum 2017.
Athugasemdir
banner
banner