Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. maí 2019 11:30
Elvar Geir Magnússon
Klopp leggur ekki áherslu á að fá miðvörð
Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp er ekki með áherslu á að bæta við miðverði í leikmannahóp Liverpool. Þetta segir Liverpool Echo.

Liverpool hefur verið orðað við Matthijs de Ligt, 19 ára miðvörð Ajax, en talið er líklegast að hann gangi í raðir Barcelona.

Reiknað er með því að De Ligt kosti í kringum 65 milljónir punda en Klopp er sagður vera nægilega sáttur með þá miðverði sem hann er með í sínum röðum.

Joe Gomez var magnaður fyrri hluta tímabils við hlið Virgil van Dijk en meiddist svo í leik gegn Burnley. Joel Matip hefur einnig leikið virkilega vel síðustu mánuði.

Þá er Dejan Lovren enn með traust frá Klopp og félagið telur sig hafa öflugan framtíðarmann í hinum sautján ára Ki-Jana Hoever

Liverpool Echo telur að Klopp vilji helst fá vinstri bakvörð sem einnig gæti fyllt í skarðið í hægri bakverðinum. Þá vilji hann fá fjölhæfan sóknarmann sem geti leyst sóknarstöðurnar þrjár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner