Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. maí 2019 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
PSG sendir frá sér yfirlýsingu - Mbappe fer ekki neitt
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

„Þetta er mikilvægt augnablik fyrir, þetta er vendipunktur á ferli mínum. Mér líður eins og ég þurfi að taka að mér meiri ábyrgð. Kannski er það hjá PSG, það væri gaman. En kannski þarf ég að gera það annars staðar, fá nýtt verkefni," sagði Mbappe þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir frábært tímabil sitt með PSG.

Hann var valinn bæði besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn í Frakklandi.

Eftir þessi ummæli hefur PSG ákveðið að senda frá sér yfirlýsingu.

„Í tvö ár hafa sterk tengsl myndast á milli PSG og Kylian Mbappe; og þessi saga mun halda áfram á næsta tímabili," segir í yfirlýsingunni.

Í yfirlýsingunni segir einnig að bæði PSG og Mbappe hafi mikinn metnað til þess að ná góðum árangri í Evrópukeppni á 50 ára afmælisári félagsins.



Athugasemdir
banner
banner